Niðurstöður úr fjórða fundi samráðshóps Austurlandsverkefnisins komnar

31.8.2010

Ferli sem inniheldur gagnsæi, hlutleysi, skilvirkni og gagnrýni er það sem samráðshópur sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi leggur til að verði grundvöllur allra breytinga og umbóta í tengslum við sjálfbærnimælingar í verkefninu.

Samráðshópur leggur til að hugmyndir að breytingum eða öðrum umbótum varðandi sjálfbærnimælingar í Austurlandsverkefninu geti komið hvaðan sem er, frá hverjum sem er og hvenæar sem er.

Tillögur eiga að berast stýrihóp verkefnisinsem yfirfara þær með tilliti til krafna sem gerðar eru til vísa og mælikvarða. Stýrihópur ákveður síðan hvort tillögu er tekið, hafnað eða vísað í frekari úrvinnslu hjá fagaðila. Allar breytingar og umfjöllun um þær eru svo birtar á tilnefndu svæði á heimasíðu verkefnisins og að lokum teknar fyrir á árlegum samráðsfundi eða ársfundi verkefnisins. Nýjar tillögur taka aldrei gildi fyrr en eftir ársfund. Stýrihópur verkefnisins tryggir að skilgreindir séu vinnuferlar sem tryggja að öll vinna við verkefnið sé gagnsæ, hlutlaus, skilvirk og gagnrýnin. Hægt er að sjá samantekt um niðustöðu fjórða samráðsfundar með því að smella hér. Stýrihópur er um þessar mundir að yfirfara niðurstöðurnar og taka ákvörðunum um ferli fyrir breytingar, niðurfellingar eða upptöku nýrra vísa.

BackNews archivePage style: